Við þurfum að fjarlægja mörg hundruð milljarða tonna af CO2 úr andrúmsloftinu á þessari öld.
Til að hraða árangri í loftslagsaðgerðum þarf að flýta fyrir vísindalegri þekkingu og samtali um nýjar aðferðir sem hægt er að beita í sátt við umhverfi, samfélag og efnahag.
RÖST SJÁVARRANNSÓKNASETUR
Hluti af alþjóðlegu neti rannsóknar­stöðva
Röst sjávarrannsóknasetur var stofnað sem hluti af alþjóðlegu neti rannsóknastöðva undir hatti Carbon to Sea Initiative. Carbon to Sea er óhagnaðardrifin bandarísk sjálfseignarstofnun sem er starfrækt með stuðningi góðgerðasamtaka og vísindasjóða á sviði loftslagsmála.
ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF
Skilvirkni, öryggi og varanleiki að leiðarljósi
Carbon to Sea Initiative leiðir metnaðarfulla alþjóðlega rannsóknaráætlun sem ætlað er að kanna hvort aukning á basavirkni hafsins (e. Ocean Alkalinity Enhancement, OAE) sé skilvirk, örugg og varanleg leið til þess að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmsloftinu.
Vegvísir
Rannsóknaráætlun Carbon to Sea byggist á vegvísi þar sem þverfagleg vísindateymi um heim allan gera rannsóknir, verkfræðiteymi finna leiðir til mælinga og aðgerða og hagaðilar koma að umræðu og greiningum. Markmiðið er að byggja upp net rannsóknarstöðva á nokkrum stöðum í heiminum sem hafa tilskilin leyfi, búnað og aðföng til rannsóknarstarfa á þessu sviði og þannig flýta fyrir vísindalegri þekkingu.
Aukum þekkingu og skilning
Þessu einstaka alþjóðlega verkefni er ætlað að skoða kerfisbundið hvaða áhrif aðgerðir á sviði aukningar á basavirkni hafsins geta haft á lífríki, samfélög og hafið sjálft. Lágmarka þarf áhættu og óvissu en einnig ákvarða hvort, hvernig og hvaða aðferðum gæti verið beitt á öruggan og kostnaðarhagkvæman hátt til að fjarlægja CO2 í stórum stíl úr andrúmsloftinu.
Sjálfstætt ráðgjafaráð
Mikilvægt er að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað auk þess að miðla þekkingu á milli svæða og hafa því verið sett á fót sjálfstæð ráðgjafaráð sem eru rekstraraðilum Carbon to Sea í viðkomandi landi til ráðgjafar við skipulagningu á mælingum og mat á gögnum.
UM OKKUR
Framkvæmda­stjórn
Image of Salome Hallfreðsdóttir
Salome Hallfreðsdóttir
Framkvæmdastjóri Röst sjávarrannsóknarsetur ehf.
Stjórn
Image of Irene Polnyi
Irene Polnyi
Stjórnarformaður, Forstöðumaður vettvangsrannsókna hjá Carbon to Sea
Image of Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir
Rekstrarstjóri hjá Transition Labs
Image of Andrea Ýr Arnarsdóttir
Andrea Ýr Arnarsdóttir
Oddviti sveitarstjórnar í Hvalfjarðarsveit
Ráðgjafaráð
Image of Dr. Angel Ruiz Angulo
Dr. Angel Ruiz Angulo
Hafeðlisfræðingur og dósent við Háskóla Íslands
Image of Dr. Halldór Pálmar Halldórsson
Dr. Halldór Pálmar Halldórsson
Líffræðingur og forstöðumaður rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum
Image of Dr. Katja Fennel
Dr. Katja Fennel
Haffræðingur og forstöðumaður haffræðideildar Dalhousie-háskóla í Kanada
Image of Dr. Matthew H. Long
Dr. Matthew H. Long
Lífjarðefnafræðingur við Woods Hole Oceanographic Institution í Bandaríkjunum
Image of Sólveig R. Ólafsdóttir
Sólveig R. Ólafsdóttir
Hafefnafræðingur og vísindamaður á Hafrannsóknastofnun
Samstarfs­aðilar
Röst sjávarrannsóknasetur var stofnað og er rekið í samstarfi við Transition Labs sem vinnur með sumum af metnaðarfyllstu verkefnum heims á sviði loftslagslausna. Röst er meðlimur í Hafbjörgu, samtökum um bætta heilsu hafsins, sem stendur fyrir upplýsingafundum og viðburðum auk þess að gefa út fræðsluefni í tengslum við haftengdar lausnir með það fyrir augum að stuðla að upplýstri umræðu og miðla þekkingu.
Logo for Transition LabsLogo for HafbjörgLogo for Carbon to Sea
Röst sjávarrannsóknasetur ehf.
Lækjargata 2
101 Reykjavik
Hafðu samband:
rost@rostrannsoknir.is
Höfundarréttur ©2024